Fréttir

30.10.2008

NORDIC LOOK og Riga Fashion Week

Samtals sýna 32 norræn fatahönnunarfyrirtæki þessa daga sem eru hluti af Tískuvikunni í Riga. Fimm íslensk fatahönnunarfyrirtæki sýna fatalínur sínar í RIGA. Þau eru: ELM, Andersen&Lauth, Ásta Creative Clothes, MUNDI og BIRNA.

Norræna Ráðherranefndin ásamt Sænskum yfirvöldum og Dönsku menningarstofnuninni hafa undirbúið stórviðburð á sviði tískuhönnunar sem fram fer í RIGA dagana 4. og 5. nóvember.  Viðburðurinn heitir NORDIC LOOK og er í formi ráðstefnu og tískusýninga.  Þetta er vettvangur fyrir hönnuði, fyrirtæki, framleiðendur, menntastofnanir og aðra þá er taka ákvarðanir varðandi tískuhönnun og textíliðnað á Norðurlöndunum, í Baltnesku löndunum og í Rússlandi.  Boðið er uppá nýjan vettvang og tækifæri fyrir hönnuði og ráðandi aðila í þessari grein til að hittast og ná nýjum  viðskiptasamböndum og spegla sig í því sem verið er að gera í sambærilegum fyrirtækjum á þessu svæði. Þannig er NORDC LOOK hugsað sem tækfæri til að styrkja samkeppnishæfni hvers og eins sem og svæðisins í heild gagnvart öðrum markaðssvæðum.

NORDIC LOOK í Riga 2008 verður til að frumkvæði Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem svíar eru nú í forsæti  og í samstarfi við samtök allra fatahönnunarfélaga á Norðurlöndunum , Nordic Fashion Association, en þau samtök voru stofnuð í ágústbyrjun í sumar.   Hugmyndin sem að baki liggur er að opna nýjar dyr fyrir Norræna fatahönnun inn til landanna á Balkanskaganum og til Rússlands.  Jafnframt er hugmyndin að koma á tengingum milli lykilfyrirtækja á þessum þremur svæðum á sviði fatahönnunar og textíliðnaðar.

 

http://norden.norge.lv/en/nordic_look/riga_2008/home


















Yfirlit



eldri fréttir