Fréttir

30.10.2008

100% design tokyo

Ein áhrifamesta og virtasta hönnunar- og sölusýning í heimi, 100% design tokyo hefst í dag 30. október 2008. Sýningin dregur að athygli hvaðanæva að úr heiminum og voru gestir árið 2007 um 85.000. Markmið sýningarhaldara er að gera nýstárlegri og framúrstefnulegri hönnun sem hæst undir höfði. Sýningarhönnunin er undir stjórn Micheal Young en hann hefur fengið til liðs við sig hönnuðina Katrínu Ólínu og Max Lamb til að sýna fram á kraftinn í samstarfi hönnuða við aðrar greinar. Eftirfarandi tólf íslenskir hönnuðir taka þátt að þessu sinni: Hedoplast, Erla Sólveig Óskarsdóttir, Chuck Mack, Studiobility, Sruli Recht, Ingibjörg Bjarnadóttir, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Róshildur Jónsdóttir, Vík Prjónsdóttir, Sigríður Sigurjónsdóttir, Snæfríð Þorsteins og Studio Subba. http://www.100percentdesign.jp/ http://100pctdesign.archcritic.com/


















Yfirlit



eldri fréttir