Fréttir

31.10.2008

Samstarfsverkefni HR og LHÍ

Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands kynna:

Föstudaginn 31. október í Þjóðleikhúskjallaranum frá klukkan 13-18.

Í síbreytilegum heimi þar sem allt er fallvalt eins og atburðir liðinna vikna bera vitni um eru óbeislað hugmyndaflug og frjór hugur dýrmætustu auðlindir okkar. Tilgangurinn með samstarfsverkefni háskólanna tveggja er að leysa sköpunarkraftinn úr læðingi og tryggja að góðar hugmyndir geti orðið að veruleika. Vinnuhópar nemenda boða af þessu tilefni til kynningar á verkefnum sínum.

Að kynningu lokinni gefst gestum kostur á að skoða verkefnin betur, skála fyrir Íslandi og fagna framtíðinni, sem er björt þegar horft er til virkjunarmöguleika íslensks hugarafls. Kl. 18 tilkynnir dómnefnd hvaða hópur hlýtur verðlaun fyrir besta verkefnið en það er Viðskiptasmiðja Klaks sem veitir verðlaunin.

















Yfirlit



eldri fréttir