Fréttir

6.11.2008

Katrín Ólína vinnur á alþjóðavettvangi

Það er í mörg horn að líta hjá hönnuðinum Katrínu Ólínu Pétursdóttur, en nýverið lauk hún við tvö stór verkefni sitt í hvoru heimshorninu. Annars vegar er um að ræða innsetningu á hinum nýja Cristal Bar í Hong Kong og hins vegar margmiðlunarverkið Ugluspegill sem nú er til sýnis í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Auk þessa og annarra sýninga sem Katrín hefur tekið þátt í að undanförnu vann hún að sýningarhönnun 100% design í Tokyo sem er nýafstaðin, en 12 íslenskir hönnuðir tóku þátt í sýningunni. Afrakstur vinnunar skilar sér því að Katrín var einnig tilnefnd til  hönnunarverðlauna Elle Decoration ásamt hönnuðinum Michael Young, fyrir hönnun á lýtalæknastofunni Skin í Flórens. Hönnun Katrínar Ólínu hefur hlotið víðtæka umfjöllun alþjóðlegra fjölmiðla. www.katrin-olina.com




















Yfirlit



eldri fréttir