Fréttir

13.11.2008

Hönnun í útflutning - AUGLÝST ER EFTIR HÖNNUÐUM

hukubburAuglýst er eftir hönnuðum til að koma með tillögur í vöruþróunarverkefni á vegum Hönnunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs Íslands.

Markmið verkefnisins er að leiða saman fyrirtæki og hönnuði til að hanna og framleiða nýja vöru til útflutnings. Samstarfinu er ætlað að efla þátt hönnunar innan fyrirtækja með það að leiðarljósi að skapa ný tækifæri í útflutningi og innleiða sýn hönnunar við þróun á útflutningsvöru og þjónustu.

Búið er að velja 7 fyrirtæki til að taka þátt í verkefninu, en hvert fyrirtæki fær styrk sem nemur 550 þús. frá Útflutningsráði til að setja í hönnunarvinnuna en fyrirtækin leggja jafnháa upphæð á móti.

Hver hönnuður eða hönnunarteymi getur sent inn tillögur eða hugmyndir að verkefni til tveggja fyrirtækja. Óskað er eftir grófum tillögum, þar sem stuðst er við verklýsingar fyrirtækjanna. Tillögum skal skilað í lokuðu umslagi merktu dulnefni til Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Aðal­stræti 10, 101 Reykjavík, fyrir kl. 17.00, föstudaginn 19. desember 2008. Í aðalumslaginu skal vera annað lokað umslag merkt dulnefni en inni í því þarf rétt nafn hönnuðar, heimilisfang og sími að koma fram. Tillögum skal skilað útprentuðum á A4 blaði í lit (hámark 3 síður). Tillögur skulu einnig fylgja með á diski á pdf skjölum. Nánari lýsingu á verklagsreglum verkefnisins er að finna hér: Verklagsreglur Frá hönnun til útflutnings.

Vinsamlega sjáið verklýsingar og tengiliði fyrirtækjanna sem valin hafa verið, með því að smella á viðkomandi fyrirtæki:

 Villimey                         
 Fossadalur                      
 Glófi                               
 JS Gull                            
 Flúrlampar                            
 Saga Medica                    
 Intelscan                          

Vefsíður fyrirtækjanna:

www.villimey.is , www.wish.is , www.glofi.is , www.jonogoskar.is , www.flurlampar.is , www.sagamedica.is , www.intelscan.is

• Fagráð velur saman fyrirtæki og hönnuði úr hópi umsækjenda í samráði við fyrirtækin
• Fagráð skipa:

 Helga Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs 66° Norður.
 Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
 Hrafnkell Birgisson, Félagi vöru- og iðnhönnuða.  útflutningsráðlogo

                                                                                    merki Hönnunarmiðstöðvar

















Yfirlit



eldri fréttir