5.5.2013

Skilafrestur framlengdur í samkeppni um skipulag Öskjuhlíðar



Umhverfis– og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, efnir til hugmyndasamkeppni um skipulag Öskjuhlíðar. Nýr skilafrestur tilagna er til 30.september 2013.
Nýr fyrirspurnarfrestur er á miðnætti 30.ágúst GMT. Í tilkynningu frá dómefnd 3.maí segir að allir þátttakendur sem hafa þegar skráð sig þurfa að gera það aftur og fá nýtt lykilorð.

Tilgangur Reykjavíkurborgar með hugmyndasamkeppninni er að fá hugmyndir að framtíðarþróun Öskjuhlíðarsvæðisins sem stuðlar að fjölbreyttri notkun þess og aðlögun að aðliggjandi svæðum. Ekki er ólíklegt að hugmyndasamkeppni þessi getur leitt til að frekari breytinga á skipulagi svæðisins í samvinnu við höfunda verðlaunatillagna. Samkeppnin fer fram samkvæmt samkeppnislýsingu, fylgigögnum og samkeppnisreglum Félags íslenskra landslagsarkitekta.

Samkeppnisform

Samkeppnin er eins þrepa hugmyndasamkeppni þar sem leitað er eftir hugmyndum að heildarskipulagi Öskjuhlíðar.

Þátttökuréttur

Samkeppnin er opin þeim landslagsarkitektum, arkitektum og skipulagsfræðingum sem hlotið hafa löggildingu starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum, nr. 8/1996. Hvatt er til þverfaglegrar teymisvinnu. Nægilegt er að einn aðili í hverju teymi hafi ofangreinda löggildingu.

Verðlaun

Verðlaunafé er samtals 5.000.000 króna. Gert er ráð fyrir eftirfarandi skiptingu verðlaunafjár.

• Fyrstu verðlaun verða 2.000.000 króna með vsk.

• Önnur verðlaun verða 1.250.000 króna með vsk.

• Þriðju verðlaun verða 750.000 króna með vsk.

Einnig er heimilt að kaupa inn athyglisverðar tillögur fyrir samtals allt að 1.000.000 ef ástæða þykir til.

Dómnefnd

Tilnefndir af útbjóðanda:
• Björn Axelsson, landslagsarkitekt FÍLA, skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. Formaður dómnefndar
• Þórólfur Jónsson, landslagsarkitekt FÍLA, deildarstjóri Náttúru og garða, Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur
• Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri fjármála- og fasteignareksturs Háskólans í Reykjavík

Tilnefndir af FÍLA:
• Berglind Guðmundsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA
• Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt FAÍ

Trúnaðarmaður, ritari og ráðgjafar

Trúnaðarmaður dómnefndar er:
Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA
Netfang: audursveins4711@gmail.com.

Öllum fyrirspurnum og athugasemdum skal beint til trúnaðarmanns í tölvupósti.

Ritari dómnefndar er:
Hlín Sverrisdóttir, landslagsarkitekt FÍLA og skipulagsfræðingur SFFÍ.

Ráðgjafar dómnefndar eru:
Ólöf Örvarsdóttir, arkitekt og sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og Guðný Gerður Gunnarsdóttir, borgarminjavörður.

Tímasetningar

Fyrirspurnafrestur er fyrir miðnætti GMT 18. apríl 2013.

Tillögum skal skilað í Þjónustuver Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, fyrir kl. 16.00 þann 30. september 2013. (framlengdur skilafrestur, var upphaflega 21. maí 2013.)

Skráning

Þeir sem ætla að taka þátt í hugmyndasamkeppninni skulu fylla út upplýsingar undir nýskráning á forsíðu inn á Samkeppnisvef Reykjavíkurborgar. Þáttakendur fá í framhaldi staðfestingu á skráningu, auk notendanafns og lykilorðs fyrir vef verkefnisins. Skráning er ókeypis. Í tilkynningu frá dómefnd 3.maí segir að allir þátttakendur sem hafa þegar skráð sig þurfa að gera það aftur og fá nýtt lykilorð.

Nánari upplýsingar um samkeppnina er að finna hér.