5.8.2014

Hönnunarsamkeppni um Laugaveg og Óðinstorg

Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), auglýsir eftir hönnuðum til að taka þátt í forvali vegna hönnunarsamkeppni um endurgerð á yfirborði tvegga svæða í Reykjavík, annars vegar Laugarvegar milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs og hins vegar Óðinstorgs.

Valdir verða allt að 8 hópar til þátttöku sem fá greitt fyrir tillögur sínar. Greitt verður aukalega fyrir verðlaunatillögur. Umsóknum skal skilað inn fyrir 15. ágúst n.k. en hægt er að nálgast nánari upplýsingar sem og umsóknareyðublöð inná á vef reykjavik.is/honnunarsamkeppni.