10.4.2014

Framkvæmdarsamkeppni | Viðey



Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar í samráði við menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar efnir til opinnar framkvæmdasamkeppni um ferjuhús fyrir Viðeyjarferju á Skarfabakka og biðskýli úti í Viðey.

Meginmarkmið samkeppninnar eru eftirfarandi:
• Fá fram áhugaverðar, vandaðar og raunhæfar tillögur að tveimur mannvirkjum.
• Mannvirkin skulu falla vel að umhverfi sínu.
• Sérstaklega þarf biðskýlið í Viðey að taka tillit til náttúrufegurðar eyjarinnar og hinna friðuðu mannvirkja, Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju.
• Þá þarf ferjuhúsið að vera hagkvæmt og hentugt til þeirrar starfsemi sem þar er ætlað að vera.
• Þótt notagildi mannvirkjanna sé ekki hið sama er lögð áhersla á að hönnun þeirra sé heildstæð.
Áætluð heildarstærð mannvirkja er 70 m2 ferjuhús og 20 m2 biðskýli.
Eftirtalin atriði vega þungt við mat dómnefndar á úrlausnum.
• Lögð er áhersla á frumleika, látleysi og vandaða hönnun.
• Byggingarlist, þ.m.t. form, efnisval og heildaryfirbragð.
• Staðsetning ferjuhúss í landi með tillit til umhverfis, aðkomu og umferðar.
• Innra fyrirkomulag ferjuhúss.
• Staðsetning og umgjörð biðskýlis í Viðey og aðlögun að umhverfinu.
• Taka þarf tillit til bryggju, landslags í eyjunni og sjónrænna tengsla við Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju sem eru friðuð.
• Samræmi við keppnislýsingu.
• Byggingarkostnaður.

Samkeppnin er framkvæmdakeppni samkvæmt samkeppnisreglum Arkitektafélags Íslands. Samkeppnin er opin öllum sem uppfylla skilyrði keppnislýsingar sbr.gr.3.1.

Útbjóðandi stefnir að því að handhafar verðlaunatillögu verði fengnir til að útfæra verkið nánar. Heildarfjárhæð verðlauna verður 1.000.000. Veitt verða ein verðlaun að upphæð 750.000 kr. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir 250.000 kr. Allar upphæðir eru án VSK.

Rétt til þátttöku hafa félagar í Arkitektafélagi Íslands og aðrir þeir, sem hafa leyfi til að leggja aðaluppdrætti fyrir byggingarnefnd. Þeir þátttakendur sem ekki hafa leyfi til að leggja aðaluppdrætti fyrir byggingarnefnd, skulu tryggja sér löggiltan samstarfsaðila.

Fyrirspurnarfrestur er til 22. apríl 2013, kl. 24:00. Stefnt er að því að svör við fyrirspurnum muni liggja fyrir innan sjö daga.

Tillögum skal skila til trúnaðarmanns, á skrifstofu Arkitektafélags Íslands að Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík eigi síðar en 19. maí kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Nánari upplýsingar á samkeppnisvef Reykjavíkurborgar, hugmyndasamkeppni.is.