24.2.2014

Samkeppnisúrslit | Nýtt merki fyrir Náttúruminjasafn Íslands



Úrslit úr samkeppni um nýtt merki fyrir Náttúruminjasafn Íslands voru gerð kunn á laugardaginn s.l. þann 22. febrúar 2014 í Þjóðminjasafni Íslands. Höfundur merkisins er Stefán Einarsson, grafískur hönnuður.

Nýja einkennismerkið var valið af dómnefnd úr 122 tillögum sem bárust í opinni samkeppni sem Náttúruminjasafnið stóð að ásamt Hönnunarmiðstöð Íslands. Höfundi vinningstillögunnar verður veitt viðurkenningaskjal og verðlaun að upphæð 1.000.000 kr.

Nánari upplýsingar um samkeppina má finna hér.