28.10.2013

Hugmyndasamkeppni um skipulag Vogabyggðar við Elliðaárvog



Reykjavíkurborg auglýsir eftir þátttakendum í forval fyrir lokaða hugmyndasamkeppni um skipulag Vogabyggðar og nánasta umhverfis. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og Hömlur ehf.

Hugmyndasamkeppnin gengur út á að útfæra hugmyndir og tillögur um skipulag svæðisins í samræmi við markmið og tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010–2030 en þar er gert ráð fyrir nýrri blandaðri og vistvænni byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis.

Leiðarljós, markmið og helstu áherslur ásamt öllum nánari upplýsingum um lágmarkskröfur og hæfni þátttakenda koma fram í tillögu að keppnislýsingu sem er aðgengileg á www.hugmyndasamkeppni.is.

Áhugasamir skulu senda nafn/nöfn þátttakenda og starfsheita ásamt samantekt á þátttöku og árangri í samkeppnum og öðrum sambærilegum verkefnum til Umhverfis og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, skipulagsfulltrúi, Borgartúni 12–14, 105 Reykjavík merkt „Vogabyggð – hugmyndasamkeppni, forvalsnefnd “ fyrir lok dags 5. nóvember 2013.