10.9.2013

Samkeppni | Skipulag Öskjuhlíðar



Umhverfis– og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, minna á að skilafrestur í samkeppni um skipulag Öskjuhlíðar er 30. september 2013. Í tilkynningu frá dómefnd 3.maí segir að allir þátttakendur sem hafa þegar skráð sig þurfa að gera það aftur og fá nýtt lykilorð.


Tilgangur Reykjavíkurborgar með hugmyndasamkeppninni er að fá hugmyndir að framtíðar­þróun Öskjuhlíðar­svæðisins sem stuðlar að fjölbreyttri notkun þess og aðlögun að aðliggjandi svæðum.

Samkeppnin er opin þeim lands­lags­­arkitektum, arkitektum og skipulags­fræðingum sem hlotið hafa lög­gildingu starfsheita sér­fræðinga í tækni- og hönnunar­greinum, nr. 8/1996. Hvatt er til þver­faglegrar teymis­vinnu. Nægi­legt er að einn aðili í hverju teymi hafi ofangreinda löggildingu. Veitt verða verðlaun að heildarfjárhæð kr. 5.000.000 króna.

Dómnefnd skipa:

Björn Axelsson, landslagsarkitekt FÍLA, skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. Formaður dómnefndar.
Berglind Guðmundsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA.
Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitekt FAÍ.
Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri fjármála- og fasteigna­reksturs HR.
Þórólfur Jónsson, landslagsarkitekt FÍLA, deildar­stjóri Náttúru og garða, Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur.

Gögn og nánari lýsing á heimasíðunni www.hugmyndasamkeppni.is.