5.4.2013

Time to Design | New talent award 2013



Opnað hefur verið fyrir innsendingar í hönnunarsamkeppninni Time to Design – new talent award. Keppni þessi er sérstaklega ætluð fyrir upprennandi hönnuði sem eru að hefja feril sinn. Innsend verkefni þurfa að flokkast undir húsgagnhönnun, vöruhönnun, iðnhönnun eða textílhönnun.

Í verðlaun er þriggja mánaða residency hjá The Danish Art Workshop, 6700 evrur styrk frá TA og efniskostnaður verður styrktur af the Danish Association of Wood and Furniture Industries.

Umsóknarfrestur er til 14. júní. Nánari upplýsingar má finna á síðunni www.timetodesign.eu.