3.4.2013

Samkeppni um listskreytingar á fangelsinu á Hólmsheiði



Innanríkisráðuneytið, verkkaupi nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík, býður til opinnar samkeppni um listskreytingar í samræmi við lög nr. 46/1998 um listskreytingar opinberra bygginga og Listskreytingarsjóð ríkisins. Fangelsið verður tekið í notkun árið 2015.

Ráðuneytið hefur falið Framkvæmdasýslu ríkisins umsjón með samkeppninni fyrir sína hönd.

Lykildagsetningar
Samkeppnisgögn afhent: 25. mars 2013
Kynningarfundur: í húsnæði SÍM, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, kl. 17.00 3. apríl 2013
Skilafrestur fyrirspurna: 8. apríl 2013
Svör við fyrirspurnum: 15. apríl 2013
Skilafrestur tillagna: fyrir kl. 15.00 17. maí 2013

Verðlaun
Veitt verða þrenn verðlaun að heildarfjárhæð kr. 1.000.000 án vsk. og verða hver hverðlaun fyrir sig að lágmarki 200.000kr. án vsk.

Gerð er krafa um að vinningshafi hafi lokið háskólanámi í myndlist eða hafi feril og reynslu sem telst sambærilegt. Uppfylli vinningshafi ekki þessi skilyrði skal hann hafa með sér samstarfsmann sem uppfyllir þau.

Dómnefnd
Tilnefnd af verkkaupa:
* Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur í innanríkisráðuneyti, formaður dómnefndar.
* Guðrún Edda Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun.
* Björn Guðbrandsson, arkitekt / hönnunarstjóri hjá Arkís arkitektum ehf.

Tilnefnd af Listskreytingasjóði:
* Þóra Sigurðardóttir, myndlistarmaður
* Jón Bergmann Kjartansson - Ransu, myndlistarmaður

Nánari upplýsingar má finna á vef Framkvæmdasýslu ríkisins.