6.2.2013

Opin hönnunarsamkeppni | Umbúðahönnun 2013



Oddi, Félag íslenskra teiknara (FÍT) og Norræna húsið standa að opinni hönnunarsamkeppni umbúða úr kartoni, bylgjupappír og/eða mjúku plasti. Tillögurnar skulu, að hluta eða öllu leyti, miða við það hráefni sem keppnishaldarar leggja til, en þátttakendum er frjálst að að velja sér viðfangsefni.

Beiðni um keppnisgögn skal senda á netfangið keppni@oddi.is þar sem fram kemur nafn eða nöfn þátttakenda, netföng og símanúmer. Frjálst er að senda fleiri en eina tillögu inn í keppnina. Skilafrestur tillagna er til 3. mars og skal þeim skilað á rafrænu formi á netfangið keppni@oddi.is fyrir miðnætti þann dag.

Dómnefnd skipa:
Hörður Lárusson Grafískur hönnuður/Formaður FÍT
Elísabet Ýr Sigurðardóttir Umbúðahönnuður hjá Odda
Katrín Ragnars Arkitekt
Einar Gylfason Grafískur hönnuður
Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir Vöruhönnuður
Keppnin er öllum opin án endurgjalds

Úrslitakvöldið verður haldið þann 7. mars 2013
Allar tillögur sem berast dómnefnd verða númeraðar með sérstöku raðnúmeri og er því full nafnleynd á öllu því sem dómnefnd sér. Allar innsendar tillögur verða skoðaðar með framleiðslu möguleika í huga og verður samið sértaklega við höfund ef til framleiðslu kemur.

1. Verðlaun 150.000 kr. í peningum og 250.000 kr. prentinneign hjá Odda

2. Verðlaun 75.000 kr. í peningum og 150.000 kr. prentinneign hjá Odda

3. Verðlaun 35.000 kr. í peningum og 100.000 kr. prentinneign hjá Odda

Aukaverðlaun - Út fyrir boxið.
150.000 kr. prentinneign hjá Odda verður veitt þeirri tillögu sem sýnir fram á framsækna eða nýja nálgun á notkun umbúða.

Norræna húsið verðlaunar sérstaklega þá tillögu sem þykir umhverfisvænst með tilliti til efnisnotkunar, notagildis og endurvinnslumöguleika.