12.11.2012

Úrslit | Hugmyndasamkeppni um Stöng í Þjórsárdal



Fornleifavernd ríkisins, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu og Skeiða- og Gnúpverjahreppur efndu í sumar til hugmyndasamkeppni í samvinnu við Arkitektafélag Íslands um tillögur að hönnun ásýndar og umhverfis fornleifa við Stöng í Þjórsárdal með styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða hjá Ferðamálastofu. Arkitektafélagið átti í þessu tilviki gott samstarf við Félag íslenskra landslagsarkitekta, en bæði félögin áttu fulltrúa í dómnefnd.

Af nokkrum markmiðum verkefnisins má nefna:

Að færa rústir Stangar í upprunalegt horf og sýna þær fornleifar sem í ljós komu við uppgröftinn 1939.
Að reisa yfirbyggingu til að verja fornleifarnar gegn veðrun, vindi og því að gjóska og vatn renni inn í rústirnar.
Að hönnunin taki mið af því að þetta sé staður þar sem fólk kemur og skoðar fornleifar og nýtur umhverfisins og kyrrðarinnar.


1. VERÐLAUN


Höfundar:
Karl Kvaran, arkitekt og skipulagsfræðingur
Sahar Ghaderi, arkitekt

Fínlega og mikið unnin tillaga sem einkennist af einni sterkri og skýrri hugmynd sem gengur heil í gegnum svæðið og myndar samfellda heild göngustíga, útsýnispalla og yfirbyggingar.


2. VERÐLAUN

Höfundar:
Laufey Björg Sigurðardóttir
Eva Sigvaldadóttir

Mikið unnin tillaga sem einkennist af margbreytilegum en skyldum formum yfirbygginga og ákveðinni nálgun við útfærslu á leið gesta um svæðið.

3. VERÐLAUN

Höfundar:
Basalt Arkitektar
Birgir Þröstur Jóhannsson arkitekt FAÍ, OA
Harpa Heimisdóttir arkitekt FAÍ
Hallmar Sigurðsson MA í menningarstjórnun
Hrólfur Karl Cela arkitekt FAÍ
Jóhann Harðarson byggingarfræðingur BFÍ
Marcos Zotes arkitekt FAÍ
Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt FAÍ

Ráðgjöf: Gavin Lucas fornleifafræðingur

Fáguð og djörf tillaga sem einkennist af fínlegum glerbyggingum sem eru sem „táknmynd af skríni utan um dýrgripi sem vel eru varðveittir. Byggingarnar eru einfaldar en um leið afgerandi í endurskapaðri ásýnd staðarins.


Rýnifundur verður haldinn á Háskólatorgi klukkan 16:00 þriðjudaginn 20. nóvember.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Arkitektafélags Íslands