15.10.2012

Val hönnuða | Einkenni Hönnunarmars 2013Stjórn HönnunarMars hefur valið fjögur teymi hönnuða til að koma með hugmyndir að einkenni hátíðarinnar. Þau eru eftirfarandi:

Döðlur
    Hörður Kristbjörnsson
    Daníel Freyr Atlason
    Eva Dögg Guðmundsdóttir
    Hrefna Sigurðardóttir

GUNMAD
    Guðmundur Ingi Úlfarsson
    Mads Freund Brunse

Einar Gylfasson og Jan Olof Nygren

Jónas Valtýsson og Ármann Agnarsson

Vel á þriðja tug sóttu um þátttöku og þakkar stjórnin öllum umsækjendum kærlega fyrir sýndan áhuga. Sjáumst á HönnunarMars!