18.6.2012

Hönnunarsamkeppni um viðbyggingu við Menntaskólann við Sund



Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. mennta- og menningarmálaráðuneytis og Framkvæmda- og eigna-sviðs Reykjavíkurborgar, býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um viðbyggingu við Menntaskólann við Sund, Gnoðarvogi 34, 105 Reykjavík. Reisa skal viðbyggingu til að leysa úr húsnæðisvanda skólans og leitað er hugmynda sem styðja við fjölbreytta og öfluga starfsemi skólans.

Stærð viðbyggingarinnar er áætluð um 2.700 m² .
Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 28. júní 2012 en því síðara 23. ágúst 2012.
Skilafrestur tillagna er 12. september 2012, fyrir kl. 16:00 hjá Ríkiskaupum.
Veitt verða þrenn verðlaun að heildarfjárhæð 8 milljónir kr.

Mun nánari upplýsingar um gögn, skráningu ofl. er að finna á síðu ríkiskaupa www.rikiskaup.is.