12.6.2012

Samkeppni um götugögn | Umsóknir óskast



Hönnunarsamkeppni um hönnun hjólastæða, hjólaskýla og annarra hjólagagna í Reykjavíkurborg. Að keppninni standa Reykjavíkurborg og Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.

Reykjavíkurborg og Hönnunarmiðstöð Íslands efna til samkeppni um hönnun hjólastæða (boga, veggfestinga, léttra standa) hjólaskýla (lokaðra, læstra, hálfopinna, opinna) og annarra hjólagagna sem létta hjólreiðafólki lífið í borgarumferðinni (hjólapumpur,hjólalæsingar merkingar o.fl.).

Lýst er eftir grundvallarhugmyndum að hentugum hjólastæðum, hjólaskýlum og öðrum munum eða mannvirkjum sem auðveldað geta hjólreiðafólki að nýta reiðhjól sem samgöngumáta í borginni. Um ólíkar útfærslur getur verið að ræða í miðborg og utan miðborgar. Æskilegt er að í tillögum verði tekið tillit til þeirra götugagna sem fyrir eru í umhverfinu, útlit og hentugleika á hverjum stað fyrir sig. Einnig getur verið um að ræða ólíka hönnun við vinnustaði og í opnu rými borgarinnar. Keppendur ráða sjálfir hvaða staðsetningu þeir miða hönnun sína við og hve marga muni eða mannvirki þeir kjósa að sýna. Þó skal hver tillaga að lágmarki sýna eitt hjólastæði, eitt hjólaskýli og eina frumlega hugmynd að einhverju sem gegnlegt getur talist fyrir hjólreiðarfólk í borgarumhverfinu. Útbjóðandi telur sig ekki skuldbundinn til að nýta neinar af þeim tillögum sem berast en áskilur sér rétt til að semja um útfærslu allra tillagna við höfunda.


Nánari upplýsingar, leiðbeiningar og keppnislýsingu er að finna á vef Reykjavíkurborgar.