16.2.2012

Síðasti skiladagur í FÍT keppnina



FÍT stendur nú í ellefta sinn fyrir samkeppni á verkum grafískra hönnuða.

Síðasti skiladagur í FÍT keppnina er þriðjudaginn 21. febrúar.

Í ár eru gerðar tvær meginbreytingar á fyrirkomulagi FÍT keppninnar. Sú fyrri er að flokkarnir hafa aðeins breyst. Einhverjir hafa horfið af listanum, aðrir bæst við og sumir sameinast og hægt er að senda inn í þrjá myndskreyti flokka. Seinni breytingin er stærri, því að í fyrsta sinn erum við að bjóða öðrum en FÍT meðlimum að taka þátt í keppninni. Þetta er gert með það að sjónarmiði að keppnin endurspegli ekki aðeins það besta í grafískri hönnun FÍT meðlima, heldur það besta í grafískri hönnun á Íslandi.

Að lágmarki einn af skráðum hönnuðum innsends verks þarf að vera meðlimur í FÍT til að greiða FÍT verðið, en ef enginn skráðra hönnuða er meðlimur skal greiða fullt gjald. Öll verk sem voru unnin frá ársbyrjun 2011 fram að keppninni í ár eru gjaldgeng í FÍT 2012 keppnina. Skráning verka á http://www.teiknarar.is/2012/