2.11.2011

Vinningstillaga | Hönnunarsamkeppni Icelandair


1. verðlaun: Hafsteinn Júlíusson


2. verðlaun: Guðni Valberg, Hallgerður
Hallgrímsdóttir og Laufey Jónsdóttir3. verðlaun: Hafdís Sunna Hermannsdóttir
Verðlaunaafhending í hönnunarsamkeppni Icelandair á hönnun nýrra matarumbúða fór fram á Icelandair Hótel Reykjavík Natura föstudaginn 4. nóvember sl. Á sama tíma voru allar innsendingar í keppnina til sýnis.

Fyrstu verðlaun í keppninni hlaut Hafsteinn Júlíusson hönnuður en í umsögn dómnefndar kom fram: „Vel unnið verkefni og góð hugmynd með skemmtilega tengingu við náttúru landsins".


1. verðlaun: Hafsteinn Júlíusson
„Náttúrulega er tillaga að nýrri matarupplifun fyrir Icelandair. Þessi tillaga leitast við að endurspegla einstaka náttúru landsins og kynna hana á ferskann og nýstárlegan hátt fyrir farþegum Icelandair. Við byggjum hugmynd okkar á því markaðsstarfi sem fyrirtækið hefur unnið að undanförnu og ætti því tillagan að falla vel að núverandi hugmyndafræði vörumerkisins. Aðaláherslan verður lögð á að tengja náttúruperlur landsins við íslenskt samfélag og sýna fram á skýr tengsl hennar við sköpunarkraft þjóðarinnar gegnum árin.

2. verðlaun hlutu þau Guðni Valberg, Hallgerður Hallgrímsdóttir og Laufey Jónsdóttir og 3. verðlaun hlaut Hafdís Sunna Hermannsdóttir.

Í dómnefnd sátu:
Einar Örn Steindórsson, Creative director hjá Íslensku auglýsingastofunni
Rannveig Eir Einarsdóttir, Director in-flight Safety & Service hjá Icelandair
Sigríður Sigurjónsdóttir, vöruhönnuður
Snæfríð Þorsteins, grafískur hönnuður
Garðar Eyjólfsson, konsept hönnuður

Allar nánari upplýsingar um keppnina er að finna hér.