15.8.2011

Samkeppni | Stafangur í nýju ljósi



Nordic Urban Design Association, NUDA, stendur fyrir samkeppni um utanhússlýsingu í Stafangri, Noregi. Samkeppnin snýst um að hanna tillögu að lýsingu fyrir stórt svæði í austurhluta bæjarins og á tillagan sérstaklega að beinast að upplifun fólks á bæjarrýminu að kvöldi til.

Verðlaunafé er 10.000 evrur og skiptist það milli þriggja bestu tillaganna en þess að auki er höfundi vinningstillögunnar boðið í skoðunarferð til höfuðstöðva Philips í Lyon. Philips leggur einnig fram búnað að verðmæti 10000 evrur til þess að hefja framkvæmdir að úrlausn vinningstillögunar og vinningshafa verður jafnframt boðið í framhaldinu að taka þátt í þróa heildarlausn fyrir lýsingu á svæðinu.

Hægt er að afla sér frekari upplýsinga og skrá þátttöku á heimasíðu keppninnar: www.nordicurbanlightdesign.org.