23.6.2010

Hönnunarsamkeppni | Minjagripur til minningar um Jón Sigurðsson

Hver stendur fyrir keppninni: 

Forsætisráðuneytið (nefnd til undirbúnings 200 ára fæðingarafmælis Jóns Sigurðssonar) í samstarfi við HANDVERK OG HÖNNUN, Hönnunarmiðstöð Íslands, Listaháskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands.  

Verkefnið:

Að hanna minjagrip sem sækir innblástur í sögu og  menningararf og tengist lífi og starfi Jóns Sigurðssonar. Þann 17. júní 2010 var opnaður vefur með margvíslegum upplýsingum og efni um Jón Sigurðsson sem þátttakendur geta notfært sér.  

Verðlaunafé:

Verðlaunfé er ein milljón króna sem skiptist þannig: 1. verðlaun kr. 600.000.- og kr. 400.000.- sem skiptast skv. ákvörðun dómnefndar.  

Fyrir hverja:

Keppnin er öllum opin  og vonast er til að hönnuðir, handverksfólk, listafólk og nemendur sjái sér fært að taka þátt.    

Umsóknarferli:

Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu dulnefni í Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg fyrir kl.12:00 mánudaginn 20. september 2010. Í umslaginu skal vera annað lokað umslag merkt dulnefni en inni í því þarf rétt nafn höfundar heimilisfang og sími að koma fram. Tillögum skal skila útprentuðum á A4 blaði í lit (hámark 3 síður) eða sem ljósmyndum af fullunnum hlut. Tillögur skulu einnig fylgja með á geisladiski með pdf-skjölum og/eða ljósmyndum.

Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt um mánaðamótin október – nóvember. Sýning á völdum innsendum tillögum fer fram á sama tíma.  

Nánari lýsing:

Nánari upplýsingar eru á vefnum  www.jonsigurdsson.is  Auk þess veitir trúnaðarmaður keppninnar, Sigrún Ólafsdóttir, frekari upplýsingar. Netfang:  sigrun.olafsdottir@for.stjr.is  

Dómnefnd skipa:

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Halla Helgadóttir frá Hönnunarmiðstöð Íslands, Sunneva Hafsteinsdóttir frá HANDVERKI OG HÖNNUN, Jóhannes Þórðarson frá Listaháskóla Íslands, Björn G. Björnsson frá afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar, sem er formaður.  

Framleiðsla og sala:

Framleiðsla er alfarið á forræði höfunda.  Valdir verða 3-5 gripir sem henta til framleiðslu en þá má merkja sem verðlaunagripi úr samkeppninni.