10.5.2010

HönnunarsamkeppniHönnunarsamkeppnin felst í því að hanna nýtt barmmerki sem selja á til styrktar baráttunni gegn mansali og kynbundnu ofbeldi. Merkið þarf að höfða bæði til karla og kvenna.

Verðlaunafé:

Verðlaunahafi hlýtur 250.000 kr. í verðlaun.

Fyrir hverja:

Keppnin er öllum opin.

Umsóknarferli:

Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu dulnefni í Hönnunarmiðstöð Íslands, Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 14. júní 2010. Í umslaginu skal vera annað lokað umslag merkt dulnefni en inni í því þarf rétt nafn hönnuðar, heimilisfang og sími að koma fram. Tillögum skal skila útprentuðum á A4 blaði í lit (hámark 3 síður) og / eða sem prótótýpu. Tillögur skulu einnig fylgja með á diski með pdf skjölum. Úrslit samkeppninar verður tilkynnt laugardaginn 19. júní 2010. Sýning á völdum innsendingum fer fram á sama tíma.

Framleiðsla og sala: 

Skottur félag um 24. október munu eiga einkarétt á notkun merkisins sem
verður fyrir valinu og bera áyrgð á framleiðslu.

Dómnefnd skipa:

Guðrún Jónsdóttir, Stígamót.
Margrét Rögnvaldsdóttir, Soroptimisti.
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands
Helga Björg Jónasardóttir, vöruhönnuður
Oscar Bjarnason, grafískur hönnuður

SKOTTUR

er félag 14 kvennasamtaka um 24. október. Markmið og tilgangur þessara regnhlífasamtaka er að standa að sameiginlegum viðburðum í þágu jafnréttisbaráttu kvenna. Fyrsta stórverkefnið er kvennafrídagurinn 2010, sem verður að þessu sinni helgaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Barmmerkið á að selja ár hvert í kringum 24. október og á ágóðinn mun renna til þessa málaflokks.
Samstaða íslenskra kvenna þann 24. október 1975 vakti heimsathygli. Það sama má segja um 24. okt. árið 1985 og síðast árið 2005, þegar um 50 þúsund konur komu saman í miðborg Reykjavíkur til að krefjast jafnréttis. Hvergi annars staðar virðast konur hafa náð annarri eins samstöðu um kjör sín og stöðu.
Þótt 35 ár séu liðin frá fyrsta kvennafrídeginum, eru þau verkefni sem jafnréttisbaráttan stendur frammi fyrir jafn ærin sem áður. Þeirra stærst er það kynbundna og kynferðislega ofbeldi sem viðgengst hér á landi og er umfangsmesta og alvarlegasta samfélagsmeini samtímans. Frekari upplýsingar um Skottur er hægt að fá á www.kvennafri.is