Grafísk hönnun | Dagskrá HönnunarMars 2011

Hönnunarkeppni FÍT 2011 | Grafísk hönnun á Íslandi

Hugmyndahúsið
23.03-27.03
Verðlaunaafhending: miðvikudaginn 23. mars kl. 18.00



Hönnunarkeppnin FÍT 2010 / Grafísk hönnun á Íslandi er árleg samkeppni FÍT, Félags íslenskra teiknara. Markmið keppninnar er að vekja athygli á þeim verkum sem skarað hafa fram úr í grafískri hönnun á árinu og þeim sem komu að hönnun þeirra. Einnig á keppnin að auka vitund fyrir því sem vel er gert og auka hróður frumlegra og snjallra útfærslna.

Keppnin gefur tilefni til skoðanaskipta og umræðna, vekur athygli á sköpun, straumum og stefnum og kveikir frekari áhuga á vandaðri grafískri hönnun innan atvinnulífsins, meðal almennings og síðast en ekki síst þeirra sem við fagið starfa.

Verðlaunaafhendingin fer fram í Hugmyndahúsinu miðvikudaginn 23. mars klukkan 18.

Við sama tækifæri verður opnuð sýning á viðurkenndum og verðlaunuðum verkum úr keppninni.














grafísk hönnun





Dagskrá