Lindargata 50 (bakhús)
| 25.-26.03
| 14:00-18:00
Við stöllurnar í Reykjavík letterpress ætlum að detta í lausaletrið!
Setjum saman orð og setningar með aðstoð gesta og látum litina mætast í regnbogadansi á prentvélinni þar sem pappírinn leikur aðalhlutverkið.
Letterpress er yfir fimmhundruð ára gömul prentaðferð fundin upp af Jóhannesi Gutenberg. Á seinni hluta síðustu aldar fékk aðferðin að víkja fyrir offset-prentun þegar hraði og magn urðu lykilorðin í útgáfuheiminum.
Að setja upp setningar í lausaletri krefst mikillar nákvæmni og þolinmæði en ó hvað það er skemmtilegt! Og það er ómótstæðilegt að sjá hvernig blýletrið skilur eftir sig alls konar blæbrigði og eftir mikla notkun er a ekki eins og næsta a, og útkoman þegar letrið hefur þrýst sér í mjúkan pappírinn er sannarlega áþreifanleg. Þessi karaktereinkenni elskum við og viljum kynna fyrir gestum okkar á HönnunarMarsi.
Reykjavík letterpress
letterpress.is
reykjavik@letterpress.is