Grafísk hönnun | Dagskrá HönnunarMars 2011

Þí/ýða

KronKron Laugavegur 63b | 24.-26.03 | 10:00-18:00 | Opnunarhóf fer fram fimmtudaginn 24. mars á milli 20 og 22.



Þí/ýða er myndasafn teikninga og ljósmynda sem endurspegla samband einstaklingsins við hið síbreytilega landslag íslenskrar náttúru. Verkið var skapað á átta mánaða tímabili þegar Vendramin bjó á Íslandi. Verkið er meðal annars unnið út frá textaverkum Guðmundar Odds Magnússonar, prófessors við Listaháskóla Íslands.

Elisa Vendramin er ítalskur hönnuður búsett í London. Hún vinnur með ólíka sjónræna þætti í myndsköpun sinni, til dæmis ljósmyndun og teikningu. Þannig tvinnar hún saman þrívíða myndskúlptúra sem mynda ólíkar áferðir og aðstæður. Í júní 2010 útskrifaðist Vendramin með meistaragráðu í grafískri hönnun frá Central Saint Martins College of Art and Design og er hún sjálfstætt starfandi hönnuður.

Elisa Vendramin elisa.vendramin@gmail.com














grafísk hönnun





Dagskrá