Grafísk hönnun | Dagskrá HönnunarMars 2011

SÝNILETUR

Saltfélagið
Grandagarður 2
24.-26.03 | 10:00-17:00
27.03 | 13:00-17:00


Sýning opnar 23. mars á sama tíma og FÍT verðlaunaafhendingin.



Sýniletur bera vitni um tíðaranda. Þau forma og gefa innsýn í efni texta eins og tískuföt lýsa mannslíkamanum á hverjum tíma. Sýniletur lýsa hugmyndasögunni og hverfulum augnablikum hennar. Þau eru hvell tjáning um núið — stað og stund, strauma og stefnur. Sum þeirra standast þó tímans tönn, verða jafnvel klassík.

Sýniletur standa oft með textaletri til að skerpa á skilaboðunum, myndgera texta eða einfaldlega sem dásamleg tjáning á augnablikinu.

Hér sýna hönnuðirnir Rán Flygenring, Gunnlaugur Briem, Sveinn Þorri Davíðsson, Siggi Oddsson, Jónas Valtýsson, Mundi, Siggi Eggertsson, Stefán Kjartansson, Úlfur Kolka & Co., Siggeir Hafsteinsson and Matej Hlavacek.
















grafísk hönnun





Dagskrá