Grafísk hönnun | Dagskrá HönnunarMars 2011

Mæna 2011

Saltfélagið | Grandagarður 2 | 23.03 18:00

Útskriftarnemar í grafískri hönnun frá LHÍ 2011


Í tímaritinu Mænu, sem kemur nú út í annað sinn, er fjallað um þátt kvenna í grafískri hönnun. Þar eru konur hlutgerðar og hlutir kvengerðir. Í Mænu er hlutur kvenna í grafískri hönnun sem frumlag, andlag, viðfang og sem neytendur skoðaður. Sjónarmið greinarhöfunda eru ólík, þeirra er efni greinanna og skoðanir. Nemendur á þriðja ári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands unnu að blaðinu ásamt kennurum sínum. Þeirra eru rannsóknir, efnisöflun og úrvinnsla. Mæna kemur út á HönnunarMars. Á FÍT 2011 verður haldin kynning á blaðinu; innihaldi þess sem og vinnuferlinu.

arnor@arnor.is
















grafísk hönnun





Dagskrá