Grafísk hönnun | Dagskrá HönnunarMars 2011

Þjóðfáni Íslands

Crymogea | Barónsstígur 27 | 23.-27.03

Þjóðfáni Íslands – Notkun, virðing og umgengni er ný bók sem sýnir á myndskreyttan hátt allar helstu reglur og hefðir sem snúa að þjóðfánanum.

Íslenska fánanum er furðu lítið flaggað af þjóð sinni. Án efa er ein helsta ástæða þess hræðsla fólks við að brjóta þær ströngu reglur sem álitið er að gildi um notkun hans. Þetta eru reglur á borð við að snerti fáninn jörð sé hann ónýtur og beri þá að farga honum umsvifalaust. Tilgangur bókarinnar er að kveða slíkar tröllasögur í kútinn og sýna að það er einfalt og skemmtilegt að flagga á hverjum degi.

Bókin Þjóðfáni Íslands kemur út í tveimur útgáfum. Auk þeirrar útgáfu sem fáanleg verður í bókaverslunum og gjafavörubúðum verður einnig til sölu sérstök viðhafnarútgáfa hjá útgefanda. Viðhafnarútgáfan er handbundin í leður og verður aðeins seld í takmörkuðu upplagi.

Bókin kemur út á HönnunarMars. Í tilefni af því verður haldið útgáfuhóf og sýning hjá Crymogeu, útgefanda bókarinnar, frá klukkan 20:30 fimmtudagskvöldið 24. mars. Sýningin verður í húsnæði Crymogeu út HönnunarMars og áfram næstu vikur á eftir.


Hörður Lárusson















grafísk hönnun





Dagskrá