Arkitektúr, landslagsarkitektúr og innanhússhönnun

Snortið landslag

Grandagarður 16, 2. hæð
25.03 11:00-23:00
26.03 11:00-17:00
27.03 13:00-17:00



Landslagsarkitektar vinna á breiðu sviði við hönnun og mótun landslags í þéttbýli og dreifbýli. Pennastrikin eru allt frá fíngerðum línum heima í garði til stórgerðra lína í landslaginu. Góð hönnun skapar rammann um lífið á milli húsanna og tengir saman ólíka þætti eins og náttúru, sjálfbærni, byggð, umferð, menningu, leik og afslöppun.

Á HönnunarMars mun Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA, standa fyrir sýningu í FÉLAGINU þar sem gestum gefst tækifæri á að upplifa margbreytileika landslagsarkitektúrs. Í litlum upplifunarrýmum fá gestir að sjá fjölbreyttar hugmyndir og lausnir á umhverfinu. Þema hvers rýmis er mismunandi og upplifun gesta breytileg eftir því í hvaða rými viðkomandi er staddur.
















Arkitektúr



Dagskrá