Arkitektúr, landslagsarkitektúr og innanhússhönnun

Ferlið | Sýning arkitekta

FÉLAGIР
Grandagarður 16, 2. hæð
24. - 27.03
25.03 11:00 - 23:00
26.03 11:00 - 17:00
27.03 13:00 - 17:00




Sýning Arkitektafélag Íslands í ár er frískleg, fræðandi og með frekar óhefðbundnu sniði.

Fólk upplifir venjulega arkitektúr þegar hann er fullmótaður og risinn í umhverfi okkar eða í formi fullmótaðra tillagna í tímaritum, en nú gefst tækifæri á að skyggnast inn í heim arkitekta og skoða það þróunarferli sem liggur að baki fullmótuðu verki.

Ferlið – frá hugmynd til fullmótaðs verks
gefur áhorfandanum innsýn í undirbúning, hugmyndavinnu og útfærslu á tilbúinni byggingu. Að þessu sinni er það ekki sjálf byggingin sem er aðalatriðið heldur hvernig hún varð til.

Vinnuferlið, hugmyndafræðileg og aðferðafræðileg nálgun arkitektsins er ólík eftir viðfangsefni og hverri stofu fyrir sig. Skissur, teikningar, ljósmyndir, líkön og margs kyns vinnugögn varpa ljósi á það þróunarferli sem hugmynd fer í gegnum til að öðlast þroska og geta orðið að veruleika.
















Arkitektúr



Dagskrá