Arkitektúr, landslagsarkitektúr og innanhússhönnun

FÉLAGIÐ

Grandagarður 16, 2. hæð
25.03 11:00-23:00
26.03 11:00-17:00
27.03 13:00-17:00


Opnunarhóf verður haldið fimmtudaginn 24. mars frá klukkan 20.



Að þessu sinni verður hin lifandi arkitektamiðstöð FÉLAGIÐ staðsett úti á Granda gegnt gömlu verbúðunum.

Þemað í ár er Arkitektúr og Iðnaður.

Líkt og á síðasta ári er hér um að ræða samvinnu þriggja fagfélaga þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem áhugafólk um arkitektúr og hönnun má ekki láta fram hjá sér fara. Dagskráin er hlaðin spennandi sýningum og viðburðum og einnig verður hægt að setjast niður á öðruvísi kaffihúsi, njóta veitinga og útsýnis yfir höfnina.

Helstu viðburðir eru húsgagnasýningin 10+ með 30 nýjum og spennandi verkum, Ferlið – sýning á vinnuferli arkitekta, Snortið landslag – upplifunarrými landslagsarkitekta, fyrirlestrar verða haldnir og kvikmyndin Borgaraleg hegðun eftir nemendur í LHI verður sýnd. Einnig munu húsgagnaframleiðendur og framleiðendur á byggingarefni kynna íslenska hönnun sem er í framleiðslu í dag.

Við bjóðum ykkur að koma og upplifa fjölbreytileikann í arkitektúr á Íslandi í notalegu andrúmslofti. Hlökkum til að sjá ykkur!



Heildardagskrá FÉLAGSINS er hægt að hlaða niður hér.


Arkitektafélag Íslands – AÍ, Félag húsgagna- og innanhússarkitekta – FHI og Félag íslenskra landslagsarkitekta – FÍLA.

Nánari upplýsingar veitir Una Eydís Finnsdóttir unaeydis@gmail.com














Arkitektúr



Dagskrá