Arkitektúr, landslagsarkitektúr og innanhússhönnun

10+ húsgagnasýning | FÉLAGIÐ

Grandagarður 16, 2. hæð
25.03 11:00-23:00
26.03 11:00-17:00
27.03 13:00-17:00



Fhi kynnir húsgagnasýninguna 10+ á HönnunarMars 2011. Sýningin vakti mikla athygli á síðasta ári og ljóst er að hún er komin til að vera. Fhi, Félag húsgagna og innanhússarkitekta, ákvað því að endurtaka leikinn, með það að markmiði að gera enn betur en síðast.

Þátttakendur tilheyra mörgum hönnunarfélögum en einmitt það gerir sýninguna fjölbreytta og spennandi. Mikill kraftur og hugmyndaauðgi er í íslenskri húsgagnahönnun um þessar mundir og kynnum við núna til leiks það nýjasta frá hönnuðum landsins. Þátttakendur eru meðlimir í fagfélögum arkitekta, vöruhönnuða, innanhússarkitekta, leirlistar, grafískra hönnuða og textílhönnuða, samtals 30 sýnendur.

Félag húsgagna- og innanhússarkitekta var stofnað árið 1955, og er þar með elsta hönnunarfélag á Íslandi. Stofnfélagar Fhi voru frumkvöðlar í íslenskri húsgagnahönnun og húsgagnaframleiðslu. Fhi hefur mikla trú á íslenskri húsgagnaframleiðslu og á sér þá ósk að hún eflist og verði stór atvinnugrein. Markmið með sýningunni 10+ er að kynna íslenska hönnun og hvetja til aukinnar framleiðslu á húsgögnum eftir íslenska hönnuði. Hönnun og framleiðsla hafa alla burði til að vera drifkraftur nýsköpunar.

Sýningarstjóri 10+ er Dóra Hansen og sýningarhönnuður er Ómar Sigurbergsson.















Arkitektúr



Dagskrá