Arkitektúr, landslagsarkitektúr og innanhússhönnun

KRADS - PLAYTIME

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Tryggvagata 17 | 26.-27.03 | 10:00-17:00



Í porti Hafnarhússins verður íslensk/danska arkitektastofan KRADS með innsetningu þar sem spilað verður með rými portsins um leið og gestum gefst kostur á að skyggnast inn í heim farandvinnustofunnar PLAYTIME. Vinnustofuna þróaði KRADS í samvinnu við danska leikfangaframleiðandann LEGO, en í henni er sköpunargleðinni gefinn laus taumur í blöndu af leik og krefjandi hindrunum. Vinnustofan hefur verið haldin með arkitektarnemum á Íslandi og í Danmörku og heldur auk þess til fleiri landa á næstunni.

ARKITEKTAR KRADS
www.krads.info
Info@krads.info
















Arkitektúr



Dagskrá