23. mars 2009
27.03 kl.13:00 | Háskólatorg, salur HT 102, Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík
Paul Bennett, einn af eigendum IDEO og starfandi hönnunarstjóri hjá fyrirtækinu, heldur fyrirlestur á Háskólatorgi, undir yfirskriftinni Design thinking
IDEO er eitt af öflugustu sköpunarfyrirtækjum í heiminum í dag. Fyrirtækið er eitt hið virtasta á sínu sviði og var valið eitt af fimm framsæknustu fyrirtækjum í heiminum árið 2008 og var þar í hópi með Google, Apple, GE og Facebook. IDEO hefur á seinni árum lagt aukna áherslu á NGO og verkefni tengd stjórnsýslu.
Stjórnendur IDEO hafa sýnt ástandinu á Íslandi mikinn áhuga og vilja athuga hvort þau geta notað sýna reynslu og þekkingu til þess að koma auga á tækifæri og finna lausnir. Til að mynda er á
ideo.com áberandi linkur á facebook síðu "How can we all helpIceland get out of its economic meltdown" og sú síða hefur fengið mörg hundruð athugasemdir.
Aðferðir IDEO þar sem sett eru saman þverfagleg teymi til þess að vinna að stefnumótun, vöruþróun eða lausnar vandamála eru mjög áhugaverðar og hafa vakið athygli á heimsvísu.
meira