HÖNNUNARMARS 2009 | FYRIRLESTRAR OG SPJALL



19. mars 2009

Arkitektúr og hönnun Bláa Lónsins

28.03 kl.11:00 - 12:00 | Laugavegur 15, 101 Reykjavík

Bláa Lónið leggur ríka áherslu á arkitektúr og hönnun. Sígríður Sigþórsdóttir, VA Arkitektar, er aðalhönnuður mannvirkja fyrirtækisins. Sigríður verður í verslun Bláa Lónsins að Laugavegi 15, þar sem hún mun fjalla um hönnun sína með óformlegum hætti og svara fyrispurnum gesta. meira
23. mars 2009

Bjarke Ingels | BIG.dk | Architecture and Design - Yes is More - A Theory of Architectural Evolution

28.03 kl.13:00 | Háskólatorg, saltur HT 102, Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík

Hinn margverðlaunaði danski arkitekt Bjarke Ingels, eigandi og stofnandi Bjarke Ingels Group - BIG - þar sem 85 arkitektar, hönnuðir, smiðir og hugsuðir starfa saman á sviðum arkitektúrs, borgarskipulags, rannsókna og þróunar, heldur fyrirlestur á Háskólatorgi. .
20. mars 2009

Byggingarlist í augnhæð

Sunnudagur 29.03 kl.15:00 - 17:00 | Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, 101 Reykjavík
Nánari upplýsingar í síma 840 47 98 meira
20. mars 2009

Endursköpun hins vestnorræna vörumerkis | Málþing

29.03 kl.12:30 - 16:30 | Norræna húsið, 101 Reykjavík

Hluti af Nordic Fashion Biennale.

Nánari upplýsingar í síma 840 47 99
.
27. mars 2009

Fyrirlestraröð í HönnunarMars

Laugardagur 28.03 kl.13:00 - 18:00 | Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu og Háskólatorg, 101 Reykjavík
Danski arkitektinn Bjarke Ingels | BIG heldur fyrirlestur, auk okkar fremstu hönnuða. meira
24. mars 2009

Fyrirlestraröð í HönnunarMars

27.03 kl.13:00 - 18:00 | Þjóðminjasafn Íslands við Suðurgötu og Háskólatorg, 101 Reykjavík

Á dagskrá í fyrirlestraröðinni er fjölbreytt úrval fyrirlestra um hönnun í víðum skilning. Okkar fremstu hönnuðir koma fram ásamt stórstjörnum hins alþjóðlega hönnunarheims.

Hönnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Morgunblaðið standa fyrir fyrirlestraröð í Þjóðminjasafninu í HönnunarMars. .
18. mars 2009

Húsgögn Sveins Kjarvals í Hönnunarsafni Íslands

28.03 kl. 15:00 - 16:00 |Hönnunarsafn Íslands, Lyngási 7, Garðabæ

Arndís S. Árnadóttir listfræðingur mun segja frá húsgögnum Sveins Kjarvals (1919-1981) í Hönnunarsafninu. meira
27. mars 2009

Lýðheilsa og skipulag

27.03 kl.17:00 | 28.03 kl.11:00 | 29.03 kl.13:00 | Ráðhús Reykjavíkur, 101 Reykjavíkur .
23. mars 2009

Paul Bennett | IDEO | Design thinking

27.03 kl.13:00 | Háskólatorg, salur HT 102, Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík

Paul Bennett, einn af eigendum IDEO og starfandi hönnunarstjóri hjá fyrirtækinu, heldur fyrirlestur á Háskólatorgi, undir yfirskriftinni Design thinking

IDEO er eitt af öflugustu sköpunarfyrirtækjum í heiminum í dag. Fyrirtækið er eitt hið virtasta á sínu sviði og var valið eitt af fimm framsæknustu fyrirtækjum í heiminum árið 2008 og var þar í hópi með Google, Apple, GE og Facebook. IDEO hefur á seinni árum lagt aukna áherslu á NGO og verkefni tengd stjórnsýslu.

Stjórnendur IDEO hafa sýnt ástandinu á Íslandi mikinn áhuga og vilja athuga hvort þau geta notað sýna reynslu og þekkingu til þess að koma auga á tækifæri og finna lausnir. Til að mynda er á ideo.com áberandi linkur á facebook síðu "How can we all helpIceland get out of its economic meltdown" og sú síða hefur fengið mörg hundruð athugasemdir.

Aðferðir IDEO þar sem sett eru saman þverfagleg teymi til þess að vinna að stefnumótun, vöruþróun eða lausnar vandamála eru mjög áhugaverðar og hafa vakið athygli á heimsvísu. meira
27. mars 2009

Pecha Kucha

Föstudagur 27.03 kl.20:30 - 22:30 | Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, 101 Reykjavík .