Byggingarlist í augnhæð
29.03 kl.15:00 - 17:00 | Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, 101 Reykjavík
Í tengslum við útgáfu bókarinnar Byggingarlist í augnhæð verður Guja Dögg Hauksdóttir deildarstjóri byggingarlistardeildar og höfundur bókarinnar með fyrirlestur í Hafnarhúsinu um börn og byggingarlist þar sem m.a. verður sagt og sýnt af nýlegum byggingarlistarbúðum og -smiðjum barna og unglinga sem unnar hafa verið með hliðsjón af verkefnum í bókinni.
Allan daginn er einnig boðið upp á opna byggingarlistarsmiðju fyrir börn á öllum aldri í Hafnarhúsinu.
Nánari upplýsingar í síma 840 47 98