Húsgögn Sveins Kjarvals í Hönnunarsafni Íslands
28.03 kl. 15:00 - 16:00 |Hönnunarsafn Íslands, Lyngási 7, Garðabæ
Arndís S. Árnadóttir listfræðingur mun segja frá húsgögnum Sveins Kjarvals (1919-1981) í Hönnunarsafninu. Sveinn hefði orðið níræður á þessu ári og er kærkomið að minnast við þau tímamót þessa afkastamikla húsgagnahönnuðar.