Fata- og textílhönnun | Dagskrá HönnunarMars 2011

Hljómur úr hönnun

Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi | Tryggvagata 17 | 25.03 20:30

Fatahönnunarfyrirtækin Andersen & Lauth og Farmers Market munu, í samstarfi við kvikmyndagerðar- og tónlistarmenn, standa að viðburði á HönnunarMarsi í porti Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Hugmyndin er að búa til litla ástarsögu úr Reykjavík og freista þess að fá hjörtu gesta til að slá sem eitt í takti við lifandi tónlist sem spunnin verður út frá þema sýningarinnar. Hið fágaða og ævintýralega yfirbragð sem einkennir Andersen & Lauth verður fléttað saman við sveitarómantíkina sem svífur yfir vötnum hjá Farmers Market með það að markmiði að úr verði lítið íslenskt ævintýri fyrir augu og eyru.

bergthora@farmersmarket.is














Fata- og textílhönnun




Dagskrá