Upplýsingar fyrir þátttakendur í HönnunarMars 2012
Samfélagsmiðlar og kynning viðburða
Facebook
Twitter
-
Opinbert Hashtag fyrir HönnunarMars er #DesignMarch
Endilega látið það fylgja í öllu sem þið gerið á Twitter. Það
birtist þá sjálfkrafa á honnunarmars.is og í farsíma App hátíðarinnar.
Foursquare
-
Smáforrit hátíðarinnar (App fyrir farsíma) styðst við
foursquare.com. Þátttakendur eru hvattir til að skrá staðsetningar sínar
í Foursquare. Það er einfalt að búa til stað og gerir gestum kleift að
skrá sig inn í smáforritinu.
LIVE PROJECT |
HönnunarMars
22. - 25. mars 2012
HönnunarMars með ykkar augum
Deilið gleðinni!
Live Project er rauntíma myndbrota- og ljósmynda streymi þar sem öllum
er kleift að deila sinni upplifun í beinni útsendingu. Verkefnið gerir
fólki um allan heim mögulegt að upplifa stemmningu hátíðarinnar í beinni
útsendingu, með myndskeiðum og ljósmyndum skotnum af öllum þeim sem
hana sækja.
Hugmyndin að baki Live Project er sáraeinföld. Að fanga og skrásetja
stemmningu viðburðar sem af sér leiðir hráa, óklippta og skemmtilega
útgáfu sem er gerð af þér, og stundum þúsundum annarra.
Útsendingin hefst þann 20. mars á vefsíðu HönnunarMars:
Þú getur tekið þátt í gegnum HönnunarMars app-ið eða náð í Live Project app-ið á vefsíðunni okkar www.liveproject.me.
Android App Live Project gerir ferlið að taka og deila myndbrotum og
ljósmyndum afar einfalt og á allra færi, sem og fylgjast með hvað aðrir
eru að gera.
LiveProject.me - made by you
Live Project er stoltur opinber samstarfsaðili HönnunarMars.
Heimboð | HönnunarMars
Nú stendur yfir vorátak Inspired by Iceland.
Unnið verður með tvö þemu að þessu sinni. Annars vegar hefur verið
unnið með íslenska matargerð í tengslum við Food & Fun hátíðina, en
framundan er vinna með íslenska hönnun í tenglum við HönnunarMars.
Smíðað hefur verið lítið hús sem nefnt hefur verið Eldhús og hefur það
verið flutt um landið og ferðamönnum og fjölmiðlamönnum boðið að snæða
þar veislumat sem framreiddur hefur verið af íslenskum og erlendum
matreiðslumönnum. Samhliða þessu hafa Íslendingar verið hvattir til þess
að bjóða ferðamönnum heim í sitt eldhús til að gefa ferðamönnum
persónuleg kynni af landi og þjóð.
Í kringum HönnunarMars verður húsinu umbreytt og það endurskapað sem
lítil hönnunarstofa. Húsið mun áfram ferðast um landið en að þessu sinni
heimsækja hönnuði og hönnunarstofur.
Samhliða þessu viljum við hvetja íslenska hönnuði til þess að
skrá heimboð og bjóða ferðamönnum í heimsókn á vinnustofur sínar og gefa
þeim kost á að mynda persónuleg tengsl við Ísland. Heimboðin og sagan
af húsinu verða notuð til þess að framleiða margmiðlunarefni fyrir bæði
samfélagsmiðla og fjölmiðla, ásamt því sem erlendir blaðamenn verður
boðið til landsins í tengslum við verkefnið.
Heimboð Íslendinga síðastliðið haust vöktu mikil viðbrögð hjá
ferðamönnum, og nutu mikillar athygli erlendra fjölmiðla. Alls voru
heimboðin til umfjöllunar í 57 löndum, og hafði rúmlega milljarður manna
aðgang að umfjöllun um heimboðin á sínum heimamarkaði.
Hægt er að skrá sig fyrir heimboðum á síðu Inspired by Iceland: http://invitations.inspiredbyiceland.com
Við vonumst til að sem flest ykkar sjá sér fært að taka þátt.
Kveðja,
Starfsfólk Inspired by Iceland
Ljósmyndun viðburða
Karna og Viktor hjá glamour.is, sem gerðu HönnunarMars góð skil í fyrra á bloggi Hönnunarmiðstöðvar
bjóða uppá myndatöku í ár fyrir hönnuði. Boðið er uppá 15 myndir í
net- og prentupplausn til notkunar á 50.000 kr. Geta þarf glamour.is sem
höfundar. Áhugasamir hafi samband við Körnu hjá Glamour, karna@glamour.is