Skráning í dagskrá | Skil á efni
Frestur til að skila inn dagskrárskráningum fyrir HönnunarMars rennur út mánudaginn 21. febrúar.
Svona fer skráning fram:
Þú hleður niður
eyðublaði sem er að finna hér.
Þú fyllir út blaðið eins og gert er ráð fyrir, eitt blað fyrir hvern viðburð.
Þú vistar blaðið með nafni viðburðarins (sama og fyrirsögn í skjalinu)
(Athugið að skila texta í sömu röð og hér er líst til hliðar, þ.e. titill, staðsetning, dagsetning, tími og svo texti um viðburðinn.)
Öllum myndum skal skila á jpeg formi, að lágmarki 300dpi. Þær skulu heita eftir nafni á viðburði, með _prent eða _web fyrir aftan nafn til að aðgreina milli vef og prent mynda.
Skil á efni fyrir vefinn:
Sami texti verður notaður í bækling og á netið. Myndir fyrir vefinn skulu vera í hlutföllunum 460 x 200 px.
Skráningunum skal skilað til
verkefnisstjóra viðkomandi fagfélags eða
verkefnisstjóra HönnunarMars.
ATH:
Ritstjóri dagskrárbæklings HönnunarMars ber ábyrgð á þeim breytingum sem gerðar verða á textum og áskilur sér rétt til breytinga sem þó hafa ekki áhrif á innihaldið í heild.
Ritstjóri ákveður í samráði við verkefnisstjóra félaganna og stjórn HönnunarMars hve mikið vægi viðburðir fá í dagskránni.
Athugið að opnunartími HönnunarMars er sem hér segir:
Fimmtudagur 24. mars: til klukkan 18:00
Föstudagur 25. mars: til klukkan 18:00
Laugardagur 26. mars: 11:00 - 17:00
Sunnudagur 27. mars: 13:00 - 17:00