Okkar verkefni | Hönnunarstefna fyrir Íslands



Hönnunarstefnu stjórnvalda fyrir árin 2014-2018 var kynnt og útgefin í janúar 2014. Starfshópur vann að hönnunarstefnunni síðan í ársbyrjun 2011 í breiðu samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og hönnunarsamfélags.








Hönnunarstefna Stjórnvalda 2014-2018
Útgefin í janúar 2014


Design as a Driver for Future
Icelandic Design Policy 2014-2018


Markmiðið með hönnunarstefnunni er að auka vægi hönnunar í íslensku atvinnulífi með það að sjónarmiði að styrkja samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja og auka verðmætasköpun og lífsgæði enda miðar aðferðafræði hönnunar að því að brúa bilið milli sköpunargáfu og nýsköpunar, tækni og notanda, vísinda- og markaðstengdra greina.

Í ársbyrjun 2011 skipaði iðnaðarráðherra þriggja manna starfshóp til að vinna tillögu að hönnunarstefnu. Hópinn skipuðu Sigurður Þorsteinsson, iðnhönnuður og formaður starfshóps, fulltrúi iðnaðarráðherra, Jóhannes Þórðarson, arkitekt fulltrúi mennta- og menningarmálaráðherra og Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður, fulltrúi Hönnunarmiðstöðvar Íslands.
Hönnunarstefnan byggir á þremur gunnstoðum og fylgja hverri þeirra útfærðar tillögur. Grunnstoðirnar eru:

Menntun og þekking: Lögð er sérstök áhersla á að auka veg hönnunar í grunn- og framhaldsskólum og að rannsóknartengt háskólanám í hönnun sé eflt.

Starfs- og stuðningsumhverfi hönnuða: Efla skal samstarf, auka skilvirkni, einfalda leiðir og bæta regluverk.

Vitundarvakning:
Auka skilning á mikilvægi og virði góðrar hönnunar og arkitektúrs. Standa fyrir kynningum og sýningum á íslenskum og erlendum vettvangi.

Þetta er í fyrsta sinn sem unnin er opinber stefnumörkun á sviði hönnunar eins og tíðkast hjá mörgum nágrannalöndum okkar. Finnland hefur til að mynda markað sér heildstæða hönnunarstefnu til að styðja við hagkerfið og efla samkeppnishæfni. Er það mat sérfræðinga að innleiðing hönnunarstefnu í Finnlandi hafi haft veruleg áhrif á efnahagslegan vöxt og samkeppnishæfni landsins eftir efnahagskreppuna á níunda áratugnum. Þá setti danska ríkisstjórnin hönnunarstefnu til fjögurra ára sem eina af fimm leiðum til að stuðla að efnahagsþróun sem kallaðist „Danmörk í menningar- og upplifunarhagkerfi“.



Hönnunarstefna stjórnvalda er sett fram til fimm ára í breiðu samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og hönnunarsamfélags. Til að tryggja framgang stefnunnar verður settur á fót stýrihópur hönnunarstefnu sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti skipar í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneyti. Í stýrihópnum verða hagsmunaaðilar sem hafa það hlutverk að meta stöðu þeirra aðgerða sem tilgreindar eru í hönnunarstefnunni og liðka fyrir nauðsynlegu samtali milli aðila.

Frá Hugmyndafundi í Tjarnarbíó 15. júní 2011 | Höfundar myndefnis: www.glamour.is

Iceland Design Policy from Iceland Design Centre on Vimeo.


NÝR FARVEGUR | RÁÐSTEFNA 26. ÁGÚST 2011 Í HÖRPU

NÝR FARVEGUR | RÁÐSTEFNA UM HÖNNUNARSTEFNU ÍSLANDS: DAGSKRÁ | FYRIRLESARAR

HUGMYNDAFUNDUR VEGNA HÖNNUNARSTEFNU 15. JÚNÍ 2011

KYNNING HÖNNUNARMIÐSTÖÐVAR Í TJARNARBÍÓI 25. FEBRÚAR 2011

FRAMKVÆMDAÁÆTLUN IÐNAÐARRÁÐUNEYTIS


RANNSÓKNARVINNA FYRIR GERÐ HÖNNUNARSTEFNU ÍSLANDS


Umfjöllun í fjölmiðlum, um Mótun hönnunarstefnu Íslands og um ráðstefnuna Nýr farvegur | Ráðstefna um hönnunarstefnu Íslands


Viðtal við John Thackara í Viðskiptablaðinu, 1. september 2011 og netútgáfa 5. september: http://www.vb.is/frett/65788/

Viðtal við John Thackara í Víðsjá, Rás 1, fimmtudaginn 25. ágúst 2011: http://dagskra.ruv.is/ras1/4555712/2011/08/25/0

Umfjöllun um ráðstefnuna og viðtal við Jan R. Stavik í kvöldfréttum RÚV, laugardaginn 27. ágúst 2011: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547448/2011/08/27/9

Umfjöllun um verkefnið Mótun hönnunarstefnu og viðtal við Sigurð Þorsteinsson, formann stýrihóps í Kastljósi, 25. ágúst 2011: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4579978/2011/08/25/1

Viðtal við Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Hönnunarmiðstöðvar, og meðlim stýrihóps um Mótun hönnunarstefnu í Samfélaginu í nærmynd, Rás 1, 25. ágúst, 2011: http://dagskra.ruv.is/ras1/4556114/2011/08/25/

Viðtal við Sigríði Sigurjónsdóttur, vöruhönnuð í Fréttablaðinu fimmtudaginn 25. júní 2011, bls 34: http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/110825.pdf

Viðtal við Auði Ösp Guðmundsdóttur í Helgarblaði Fréttatímans 25.-26. ágúst 2011 og á vef Fréttatímans: http://www.frettatiminn.is/daegurmal/miklu_meira_en_bragdgod_magafylli/