OKKAR VERKEFNI | FARANDSSÝNINGIN ÍSLENSK SAMTÍMAHÖNNUN



Sýningin Íslensk samtímahönnun - húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr opnaði fyrst á Listahátíð í Reykjavík á Kjarvalsstöðum í maí 2009. Síðan hefur sýningin verið sett upp í Ketilhúsinu á Akureyri, í Dansk Design Center í Danmörku,í Nordic Lighthouse í Shanghai í Kína, í Peking í 751, stærsta lista- og hönnunarhverfi borgarinnar, í Stokkhólmi á Stockholm Furniture Fair í febrúar 2011 og á hönnunarvikunni í Tallin í september 2011.

Ferðalok sýningarinnar var í Helsinki en þar markaði opnun sýningarinnar í Design Forum Finland í Helsinki upphafið að víðfeðmu samstarfi milli íslenskra hönnuða og World Design Capital Helsinki 2012, en HönnunarMars var svokallað „satellite” verkefni World Design Capital Helsinki 2012.

Ferðalag sýningarinnar á árunum 2009-2012 þjóðaði hlutverki kynningar á gróskumikilli íslenskri hönnunarsenu og í kring um hana sköpuðust ótal tengingar og tækifæri fyrir íslenska hönnuði. Auk þess lék hún lykilhlutverk í því að byggja upp HönnunarMars sem alþjóðlegan hönnunarviðburð,

Á sýningunni var sýnd íslensk samtímahönnun þar sem var unnið með tengsl þriggja hönnunargreina sem eiga stóran þátt í því að móta manngert umhverfi með samspili sín á milli. Á sýningunni var samhengi þeirra skoðað og hvernig greinarnar eru samofnar mannlegri hegðun allt frá því að eiga þátt í  að skipuleggja tímann, væta kverkarnar eða verja okkur fyrir náttúruhamförum.

landslag avalanche barriers
Landslag | Avalanche Barriers
Sýnd voru gríðarstór mannvirki og fínleg nytjahönnun sem áttu þó það sameiginlegt að tilheyra manngerðu umhverfi og vera mótandi þáttur í því. 


Sýningin i Dansk Design Center

Sýningunni var ætlað að vera spegill þess sem telja mátti á einn eða annan hátt gæði í íslenskri hönnun á undanförum árum og gefa ákveðna mynd af íslenskri samtímahönnun. Þar sem góðar hugmyndir hafa þroskast af faglegum metnaði, alvöru og skynsemi; hugmyndir sem eru unnar til enda í anda hugsunarháttar sem vert er að setja á oddinn í dag. Markmiðið var að árétta gildi góðrar hönnunar og öflugs hugvits fyrir mannlegt samfélag -  verðmæti til að virkja til framtíðar.

   
Ljósmyndir frá sýningunni sem var fyrst sett upp á Listahátíð í Reykjavík á Kjarvalsstöðum 2009.
Ljósmyndari: Ingvar Högni Ragnarsson


Samhliða hönnunarsýningunni var kynning á verkum ungra, efnilegra hönnuða í samvinnu við Hönnunarsjóð Auroru.

Sýningin var samstarfsverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Utanríkisráðuneytis, Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Iðnaðarráðuneytis, Útflutningsráðs Íslands og Hönnunarsjóðs Auroru.


Sýningarstjóri: Elísabet V. Ingvarsdóttir  
Sýningarhönnun: Kurtogpí í samstarfi við Atelier Atli Hilmarsson
 



Iceland Contemorary Design
Kynningarbæklingur um farandssýninguna Íslensk samtímahönnun


Hönnuðir og verk á sýningunni:  

Katrín Ólína
Cristal Bar, Hong Kong

Landslag ehf
Siglufjörður Avalanche barriers


Basalt architects
Blue Lagoon Clinic


Studio Granda
Hof Country residence


Landmótun
Lækurinn


Rut Kára
Home


+ Arkitektar
Hótel Borg renovation


pk-arkitektar
Birkimörk


Kurtogpi
Borgarfjörður High School


Tinna Gunnarsdóttir
Fly


Kristín Sigfríður Garðarsdóttir
Blown glass


Ingibjörg Hanna
Krummi
- Bird Coat Hanger


Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir
Visual inner structure


Stella Design
My family


Go Form
MGO 182 & MGO 500


Sigríður Sigurjónsdóttir & Snæfríð Þorsteins
Shelve life


Stefán Pétur Sólveigarson
Skrauti


Hrafnkell Birgisson
Hoch Die Tassen


Snæfríð Þorsteins & Hildigunnur Gunnarsdóttir
2922 days


DÖGG DESIGN
Rocky Tre


Sóley Þórisdóttir
Utensils


Erla Sólveig Óskarsdóttir
Sproti & Spuni


Dagur Óskarsson
Dalvík - sled


Jón Björnsson
Flower Eruption


Friðgerður Guðmundsdóttir
Stuðlar