OKKAR VERKEFNI | Nordic design Lunch



Nordic Design Lunches er viðburður í formi hádegisverðar þar sem fulltrúar norrænu hönnunarmiðstöðvanna mætast og ræða mögulegt samstarf á kynningu norrænnar hönnunar. Fundurinn markar upphaf á spennandi og stærra samstarfsverkefni Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Design Forum í Finnlandi, sem hugsað er til frambúðar.

Verkefnið fór á laggirnar í febrúar 2014 á Stockholm Design Week, nú hafa tveir fundir átt sér stað og til stendur að halda þann þriðja á Helsinki Design Week í Finnlandi.


Nordic Design Lunch #1 Stockholm Design Week 2014

Fyrsti hádegsverðarfundurinn átti sér stað á Stockholm Design Week 2014. Þar voru fulltrúar norrænnu hönnunarmiðstöðvanna boðaðir á fund í húsakynni Konstakademien í Stokkhólmi og boðið upp á mat frá Atelier Food.



Markmið viðburðarins var að opna fyrir umræður um frekara hönnunarsamstarf á milli norrænu landanna og efla tengslanet. Í rýminu var komið fyrir gamaldags myndvörpum og úr sér gegnum „listamanna“ stólum og borðum dreift um rýmið. Þá fengu þátttakendur penna og blað til að rita niður og skissa hugmyndir sínar auk þess sem Rán Flygenring, myndskreytir, teiknaði „live feed“ og varpaði upp á veggina á meðan samtalið átti sér stað.


Nordic Design Lunch #2 HönnunarMars 2014

Eftir velgengni fyrsta hádegisfundar, var ákveðið að endurtaka viðburðinn í Reykjavík og það á HönnunarMars. Fundarstaður var viðeigandi þar sem Norræna húsið, hannað af finnska arkitektinum Alvar Aalto, hýsti viðburðinn.

Þar var leikurinn endurtekinnn líkt og í Svíþjóð. Gömlum myndvörpum, borðum og stólum komið fyrir og myndskreytirinn Rán Flygenring fengin til að teikna það sem fram fór og varpa upp á veggina.


Nordic Design Lunch #3 Helsinki Design Week 2014

TBA

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að hafa samband við Tanja Sipilä hjá Design Forum í Finnlandi og Sari Peltonen hjá Hönnunarmiðstöð Íslands.

Facebook https://www.facebook.com/designmarch
Twitter https://twitter.com/honnunarmidstod
Instagram http://instagram.com/designmarch
Pinterest http://www.pinterest.com/icelanddesign/
Vimeo https://vimeo.com/icelanddesigncentre