HA
Forsíða 1. tölublaðs HA
HA er tímarit sem miðar að því að efla þekkingu á hönnun og arkitektúr og sýna áhrif og mikilvægi góðrar hönnunar. Efnistök ritsins rista undir yfirborðið og veita dýpri sýn á hönnunarsamfélagið hér á landi.
HA er skrifað á tveimur tungumálum, íslensku og ensku, og höfðar jafnt til fagfólks sem og áhugafólks um hönnun og arkitektúr. Ritið kemur út tvisvar á ári, í mars (vikunni á undan HönnunarMars), og í byrjun október ár hvert.
Tímaritið fæst í öllum verslunum Eymundsson og flestum hönnunartengdum verslunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, s.s. verslunum Epal, Spark Design Space, Kraum, Hrím, Listasafni Reykjavíkur,Listasafni Íslands og víðar.
HA er gefið út af Hönnunarmiðstöð Íslands en allir aðildarfélagar Hönnunarmiðstöðvar fá tímaritið sent heim að dyrum, eða rúmlega 1000 fagmenntaðir hönnuðir og arkitektar.
Að útgáfunni standa níu aðildarfélög Hönnunarmiðstöðar;
Arkitektafélag Íslands, Félag húsgagna- og innanhússarkitekta, Félag íslenskra landslagsarkitekta, Félag vöru- og iðnhönnuða, Leirlistafélag Íslands, Fatahönnunarfélag Íslands, Textílfélagið, Félag íslenskra gullsmiða, Félag íslenskra teiknara.
Nánar á
heimasíðu HA
Áskrift
Áskrifendur
HA fá tímaritið sent heim að dyrum með 20% afslætti, á aðeins 2.300 kr. (per eintak, en tímaritið er gefið út tvisvar á ári)
Verð í lausasölu er 2.900 kr.
Nánari upplýsingar á
ha-mag.is/askrift