OKKAR VERKEFNI | 13Al+
13Al+ er sam-norrænt og þverfaglegt samstarfsverkefni á milli íslenskra hönnuða og sænskra álframleiðslufyrirtækja sem hófst 2012 og gengur útá að skoða frekari möguleika sem felast í álframleiðslu á Íslandi.
Fimm íslenskir hönnuðir Sigga Heimis, Þóra Birna, Snæbjörn Stéfánsson, Garðar Eyjólfsson og Katrín Ólína fóru til Möbelriket og Design Region Småland í Svíþjóð þar sem þau öðluðust frekari verkkunnáttu á áli. Þá þekkingu nýttu hönnuðurnir síðar í samstarfi við íslenska og sænska framleiðendur.
Fyrstu eintök af vörum hönnuðana voru kynntar á Stockholm Design Week 2013 og síðar á HönnunarMars 2013. Ráðstefnan 13Al+ Tækifæri sem felast í álframleiðslu á Íslandi, sem haldin var í Reykjavík í ágúst 2013, var lokaáfangi verkefnisins sem slíks en hönnuðirnir hafa margir haldið áfram sinni þróunarvinnu með sín eigin verkefni.
Nánari upplýsingum og ljósmyndir af frumgerðum verkefnisins má nálgast hér.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna sem haldin var má nálgast hér.
Nánari upplýsingar má nálgast hjá verkefnastjórum 13Al+ Garðari Eyjólfssyni
eyjolfsson@eyjolfsson.com og Dag Holmgren
dag@dhdesign.se.