Starfsnám hjá Hönnunarmiðstöð Íslands
Hefur þú áhuga á að koma í starfsnám í Hönnunarmiðstöð Íslands?
Hönnunarmiðstöðin er kynningarmiðstöð íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Hún er í eigu fagfélaga hönnuða og arkitekta en rekin með styrk frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og mennta-og menningarmálaráðuneyti.
Hinn árlegi HönnunarMars er stærsta verkefni miðstöðvarinnar og aðal kynningarviðburður hönnunar á Íslandi. Flestir koma í starfsþjálfun eða sjálfboðavinnu fyrir og yfir HönnunarMars en við getum tekið á móti góðu fólki allan ársins hring.
Það sem þú færð, lærir og græðir:
- reynslu af daglegri starfsemi Hönnunarmiðstöðvarinnar
- innsýn inn í verkefna- og viðburðastjórnun og framleiðslu viðburða
- kynning og yfirsýn yfir íslenska hönnun og arkitektúr
Þú kynnist fullt af nýju skemmtilegu og skapandi fólki, þar á meðal starfsfólki Hönnunarmiðstöðvarinnar og þú verður hluti af því öfluga teymi sem þar býr.
Þitt framlag til HönnunarMars eða Hönnunarmiðstöðvinnar er í takt við þína reynslu, þekkingu og áhugasvið og geta verkefnin verið eftirfandi:
- Skipulagning sérviðburða
- Greinaskrif
- Grafísk hönnun
- Vefverkefni
- Ljósmyndun og eða myndvinnsla
Vinnuaðstaðan á besta stað í bænum við Torg Vonar (Vonarstræti 4b), mjög gott kaffi og gott grín á hverjum degi er innifalið.
Við leitum að:
- Nemum eða nýútskrifuðum einstaklingum frá tengdum fagreinum
- Duglegu og kláru fólki með áhuga á íslenskri hönnun og arkitektúr
- Einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt en er lipur í samskiptum og samvinnu
Sjálfboðaliðar geta ýmist unnið fulla vinnudaga eða hluta úr degi. Hönnunarmiðstöðin er opin frá 9-17 en í kringum HönnunarMars teygist aðeins á þeim tímaramma. Hægt er að sækja um starfsnám í styttri eða legri tíma allan ársins hring.
Umsókn:
Ef þú hefur áhuga á að kynnast og fá reynslu af HönnunarMars þá tímabilið 1. janúar – 31. mars heppilegasti tíminn. Sendið umsókn a.m.k. mánuði áður en óskað er eftir að starfnámið hefjist. Starfsnámið okkar er ekki borguð vinna.
Til að sækja um sendu okkur línu ( max 1 A4) þar sem eftirfarandi spurningu er svarað:
Afhverju hefuru áhuga á að vera í starfsnámi hjá Hönnunarmiðstöðinni/ HönnunarMars?
Með skal fylgja ferilsskrá, meðmæli, staðfesting frá skóla eða prófskírteini eins og við á.