Hönnunarmiðstöð er í eigu níu fagfélaga hönnuða og arkitekta
Hér að ofan má skoða niðurstöður úr netkönnun Hönnunarmiðstöðvar þar sem spurt var um starfsemi Hönnunarmiðstöðvar og áhrif hennar á starfsumhverfi íslenskra hönnuða og arkitekta. Hönnunarmiðstöð íslands er í eigu níu fagfélaga hönnunar og arkitektúrs á Íslandi. Markmiðið með könnuninni, sem gerð var í september 2011, var að kanna hug eigenda Hönnunarmiðstöðvar til starfseminnar svo hún geti sem best þjónað hagsmunum þeirra.
Hér má skoða niðurstöður úr netkönnun Hönnunarmiðstöðvar þar sem hugur hönnuða og arkitekta til HönnunarMars 2012 er kannaður. HönnunarMars er fjögurra daga hönnunarhátíð í Reykjavík þar sem dagskráin er barmafull af fjölbreyttum og spennandi viðburðum af ýmsu tagi.