HönnunarMars 2013 | DESIGNMATCH
Í HönnunarMars stendur Hönnunarmiðstöð fyrir kaupstefnunni Design
Match í samstarfi við Norræna húsið. Þetta er í fjórða skiptið sem verkefninu er hleypt af stokkunum en það hefur mælst vel fyrir meðal hönnuða og þeirra fyrirtækja sem þátt hafa tekið.
Á DesignMatch gefst íslenskum hönnuðum tækifæri á að hitta norræna kaupendur, framleiðendur og seljendur hönnunar í þeim tilgangi að kynna fyrir þeim verk sín. Markmiðið er að skapa íslenskri hönnun brautargengi á einum mikilvægasta markaði Íslands, Norðurlöndunum.
Kunngjörðir hafa verið fimm kaupendur á kaupstefnuna DesignMatch. Þeir eru
One Nordic Furniture Company,
Design House Stockholm,
Wrong for Hay, Juliet Kinchin sýningarstjóri í hönnunar- og arkitektúrdeild MoMA og
Epal.
Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 19. febrúar.
DesignMatch fer fram í Norræna húsinu föstudaginn 15. mars 2013.
Svona er ferlið:
- Þú gerir grein fyrir hugmynd þinni, vöru, aðferð eða hugmynd á einni A4. Mikilvægt er að allar upplýsingar séu á ensku.
- Leyfilegt er að skila inn að hámarki 4 hugmyndum, alls 4 A4 síðum. Gagnlegt er að taka fram stöðu verkefnisins, t.d. hvort það sé tilbúið í framleiðslu, á hugmyndastigi, frumgerð (prótótýpa) sé til o.s.frv.
- Þess að auki er mælst til þess að umsækjendur sendi inn eina A4 síðu með almennum upplýsingum um þig sem hönnuð, eins konar moodboard eða prófílsíðu sem gefur góða mynd af þér og því sem er þér mikilvægt. Þetta er fimmta síðan. Upplýsingar um nafn hönnuðar og kontaktupplýsingar þurfa að vera á hverju blaði.
- Þú sendir pdf. útgáfu (skjalið skal bera heiti hönnuðar) af kynningunum á info@honnunarmidstod.is undir yfirskriftinni DesignMatch 2013. Umsóknarfrestur er til og með þriðjudagsins 19. febrúar.
Tekið skal fram í póstinum hvaða fyrirtæki sótt er um viðtal til ef eingöngu er óskað eftir að hitta ákveðinn kaupanda.
- Kaupendunum er sent kynningarefnið og þeir velja þá hönnuði sem þeir hafa áhuga á að hitta þegar þeir koma til Íslands.
Þú bíður átekta og gerir hring utan um 15. mars í dagbókinni þinni.
Atriði sem gott er að hafa í huga ef þú færð boð um fund/i:
- Kynntu þér fyrirtækin vel.
- Ráðlagt er að taka með efni um fleiri verkefni en innsend voru, t.d. möppu, frumgerð, efnisprufur, sýnishorn af vinnsluaðferð o.s.frv.
- Gagnlegt getur verið að taka með nafnspjöld, lítla gjöf eða annað sem getur verið eftirminnilegt eftir fundinn ykkar eða minnt á þig.
- Mættu tímanlega og snyrtilega til fara.
- Þetta eru viðskiptafundir fyrst og fremst og mikilvægur vettvangur til að stækka tengslanetið.
- Njóttu og hafðu gaman af!
Á fundum undanfarinna ára hefur skapast afslappað og gott andrúmsloft. Þú ert að hitta mikilvæga tengiliði, en þú ert á heimavelli og gestgjafi um leið.
- Eftirfylgni að fundi og HönnunarMars loknum er lykilatriði þar sem hér hefur þú eignast dýrmætan tengilið sem getur opnað þér dyr inn í mun stærra tengslanet.