HönnunarMars 2013
HönnunarMars fór fram í fimmta skiptið, dagana 14. - 17. mars 2013.
HönnunarMarsinn spannar vítt svið, allt frá helstu hönnuðum þjóðarinnar
sem sýna hvað í þeim býr, til nýútskrifaðra hönnuða sem eru stíga sín
fyrstu skref. Á HönnunarMars er hönnun kynnt sem atvinnugrein sem byggir
á traustum grunni og gegnir veigamiklu hlutverki í samtímanum.
HönnunarMars 2013 hófst eins og áður með spennandi fyrirlestradegi, á
fimmtudeginum 14. mars þar sem framúrskarandi erlendir hönnuðir og
arkitektar veita innblástur með þekkingu sinni og reynslu. Á
föstudeginum var kaupstefnumótið DesignMatch haldið í Norræna húsinu
þar sem íslenskum hönnuðum gafst tækifæri á að hitta norræna kaupendur.
Frá opnun hátíðarinnar á fimmtudeginum fram á sunnudag voru sýningar
hönnuða og arkitekta opnar. Yfir
100 viðburðir voru á dagskrá, þar af sýningar, fyrirlestrar og
innsetningar. Á fjórða hundrað hönnuða og arkitekta tóku þátt í dagskrá
hátíðarinnar sem um 30.000 gesta sóttu.
Takk fyrir samveruna á
HönnunarMars 2013, sjáumst næst 27.-30. mars 2014!
Enn eru nokkrar sýningar opnar,
hér má sjá lista yfir þær helstu.
Á
honnunarmars.is er að finna allar upplýsingar um hátíðina.
Fylgist með
blogginu okkar, þar birtast nýjar myndir af viðburðum daglega.
Á
Facebook erum við með góða fréttaveitu, þar er t.d. hægt að fylgjast með erlendri umfjöllun um HönnunarMars og viðburði á hátíðinni.
Ekki hika við að
hafa samband ef einhverjar fyrirspurnir eru.
DesignMarch 2013 from Iceland Design Centre on Vimeo.