HönnunarMars 2015 | Fyrir þátttakendur
Hvernig tek ég þátt í HönnunarMars?
-
Á samsýningu fagfélagsins þíns, hafðu samband við verkefnastjóra þíns félags
-
Á eigin vegum, ein/einn eða í samstarfi við aðra án aðkomu fagfélagsins
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í HönnunarMars 2015 eru hvattir til að mæta á undirbúningsfundina
Hönnuðir hittast, sem haldnir eru mánaðarlega í aðdraganda Hönnunarmars. Fyrsti fundur verður í september, nánari upplýsingar síðar.
Hverjir geta tekið þátt?
- Allir félagsmenn fagfélagana 9 sem eiga Hönnunarmistöð Íslands og þeir fá forgang til þátttöku
- Íslenskir hönnuðir og arkitektar og verslanir og fyrirtæki sem selja eða framleiða íslenska hönnun
Þeir sem tilheyra ekki einu af 9 fagfélögunum sækja um þátttöku og stjórn HönnunarMars velur úr þeim umsóknum.
Skráning
Skráning viðburða er ekki hafin, en skráningarfrestur verður í byrjun febrúar 2015.
Þátttakendur greiða fyrir skráningu viðburðar og innifalið í því er birting viðburðar í bækling, app og á dagskrársíðu honnunarmars.is og designmarch.is.
Verkefnastjórar HönnunarMars 2014
Það eru íslenskir hönnuðir sem bera uppi dagskrá HönnunarMars og
eru þeir hvattir til að taka þátt og skrá viðburð sinn. Aðildarfélög
Hönnunarmiðstöðvarinnar sjá flest um sameiginlega viðburði sem félagsmenn viðeigandi félags geta tekið þátt í. Sért þú aðildafélagi í einu af níu félögum Hönnunarmiðstöðvar og hefur áhuga á að taka þátt í hátíðinni hvetjum við þig til að hafa samband við verkefnastjóra þíns félags.
Verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar í HönnunarMars:
Verkefnisstjórar aðildarfélaga Hönnunarmiðstöðvar í HönnunarMars: